Viðskiptablaðið fjallar um Hálönd

25.4.2013


Viðskiptablaðið fjallar um Hálönd á VB Sjónvarpi í þessari viku.
http://www.vb.is/frettir/83269/

Leita í fréttum

Frá árinu: Leitarorð:

Ný skíðabraut sem tengir Hálönd við skíðasvæði

15.4.2014
Unnið hefur verið að því í morgun að troða nýja og stórglæsilega skíðabraut sem liggur frá skíðahótelinu Skíðastöðum í Hlíðarfjalli niður að orlofsbyggðinni að Hálöndum. Um er að ræða rúmlega tveggja kílómetra langa braut sem er því um helmingi lengri en brautirnar sem bjóðast þegar fólk tekur sér far með stólalyftunni Fjarkanum. Um páskana er ætlunin að litlar rútur verði á bílastæðinu við Hálönd og keyri fólk aftur upp í Hlíðarfjall. Skíðafólk getur annars vegar rennt sér frá miðplaninu fyrir neðan skíðahótelið eða frá húsinu við gönguskíðabrautina. Skíðapassar og vetrarkort munu gilda í rúturnar en einnig verða seldar stakar ferðir. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir að þetta sé fyrst og fremst spennandi tilraunaverkefni. „Okkur langaði að prófa þetta en hugmyndin kviknaði þegar við skoðuðum veðurspána fyrir helgina. Það er spáð veðurblíðu en suðvestan áttum sem geta orðið ansi hvassar þegar vindurinn stendur niður af fjallinu eða kemur í strengnum ofan af Glerárdal. Þá hefur stundum þurft að loka Fjarkanum. Auðvitað vonum við að svo fari ekki en þá höfum við a.m.k. þessa nýju og stórglæsilegu braut til vonar og vara en hún er rúmir tveir kílómetrar og útsýnið stórkostlegt. Við köllum hana „Heimþrána“ því þarna er fólk að renna sér heim á leið þótt því bjóðist svo að taka rútuna aftur upp eftir til að renna sér meira,“ segir Guðmundur Karl. Myndirnar að neðan tók Ragnar Hólm í Hlíðarfjalli í morgun. Smellið á þær til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra. Heimild: http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/frettir/ny-og-storglaesileg-skidabraut
Lesa alla fréttina

Öll orlofshús í fyrsta áfanga seld

19.3.2014
Þann 15. febrúar 2013 voru fyrstu þrjú orlofshúsin í Hálöndum afhent eigendum sínum. Nú hafa alls 10 hús verið afhent, tvö hús eru í smíðum og önnur tvö seld með afhendingardagssetningu í sumar. Það eru því öll fjórtán orlofshúsin í fyrsta deiliskipulagsáfanganum seld á u.þ.b. einu ári. 2. áfangi deiliskipulags Hálanda gerir ráð fyrir 36 orlofshúsum til viðbótar og er skipulagsvinnan á lokastigi. SS Byggir gerir ráð fyrir að afhenda fyrstu húsin í þeim áfanga í kringum næstu áramót. Hægt verður að fylgjast með framvindu verkefnsins hér á heimasíðunni.
Lesa alla fréttina

Viðskiptablaðið fjallar um Hálönd

25.4.2013
Viðskiptablaðið fjallar um Hálönd á VB Sjónvarpi í þessari viku. http://www.vb.is/frettir/83269/
Lesa alla fréttina

Sala orlofshúsa fer vel af stað!

8.3.2013
Sala orlofshúsa í Hálöndum fer vel af stað en nú þegar eru 8 hús seld eða í söluferli. Þar fyrir utan eru 2 hús frátekin. 14 hús eru í fyrsta deiliskipulagsáfanganum.  Meðfylgjandi er yfirlitsmynd sem sýnir stöðu sölumála.
Lesa alla fréttina

N4 Hálönd rísa við rætur Hlíðarfjalls

18.2.2013
Umfjöllun N4 Hálönd rísa við rætur Hlíðarfjalls Skoða viðtal á vef n4 
Lesa alla fréttina

ORLOFSHÚS TIL SÖLU OG LEIGU

12.2.2013
ORLOFSHÚS TIL SÖLU OG LEIGU Í HÁLÖNDUM VIÐ HLÍÐARFJALLSVEG Í tilefni afhendingar fyrstu orlofshúsanna í Hálöndum verða húsin til sýnis, laugardag og sunnudag 16.-17. febrúar frá kl. 13-17. Boðið verður upp á heitt kakó og kleinur báða dagana. Verið velkomin! Ath. einnig verður hægt að skoða húsin dagana 18. - 21. febrúar frá kl. 14 - 17. Skoða fleiri myndir
Lesa alla fréttina

N4 orlofsbyggð rís í Hlíðarfjalli

11.1.2013
Í vikunni var sýnt viðtal á sjónvarpsstöðinni N4 við Sigurð Sigurðsson, framkvæmdastjóra SS Byggir vegna Hálanda. Viðtalið má sjá á vefnum með því að velja meðfylgjandi tengil: Viðtal við Sigurð á N4
Lesa alla fréttina

Jól í Hálöndum

21.12.2012
Það er líf og fjör í Hlíðarfjalli þessa dagana enda góður skíðasnjór í öllum brekkum. Það er líka líf og fjör í Hálöndum þó að það styttist í jólafrí hjá starfsmönnum á svæðinu. Fyrstu gistinætur í húsunum verða um miðjan febrúar nk. og því munu gestir húsanna geta notið nálægðarinnar við Hlíðarfjall strax frá fyrsta degi. Á heimasíðu SS Byggir eru nokkrar myndir af byggingarsvæðinu. Gleðileg jól!    
Lesa alla fréttina

Heitt vatn komið á svæðið - fyrsta plötusteypa

23.11.2012
Í vikunni var fyrsta gólfplatan steypt í Hálöndum. Forsenda þess að hægt var að halda áfram framkvæmdum á svæðinu var að Hálönd náðu að tengjast hitaveitukerfi NO. Ef farið er inn á fréttina má sjá nokkrar myndir frá plötusteypunni og einnig mynd af jarðverktakanum Halldóri Baldurssyni þegar fyrsta heita vatnið skilaði sér upp í Hálönd. Ef tíðin verður góð í vetur er stefnt að því að afhenda fyrstu húsin fyrir lok skíðavertíðar.      
Lesa alla fréttina

Byggingaleyfi komið í hús og framkvæmdir hafnar!

16.10.2012
Akureyrarbær hefur gefið út byggingarleyfi fyrir fyrstu þrjú húsin í Hálöndum og mun þau standa við götuna Hrímland. Heimasíðan mun fylgjast vel með framvindu verkefnisins í vetur.
Lesa alla fréttina

Vinna við gatnagerð hafin

4.9.2012
Í sl. viku hófst vinna við gatnagerð í landi Hálanda. Unnið er að gerð aðkomu svæðisins og gerð fyrstu götu orlofshúsahverfisins. Fyrsta gatan hefur fengið nafnið Hrímland og munu fyrstu orlofshúsin rísa við þá götu síðar í haust og í vetur. 
Lesa alla fréttina

Fyrsta skóflustungan tekin

6.7.2012
Í dag var tekin fyrsta skóflustungan í Hálöndum ofan Akureyrar. Nýverið fékk SS Byggir ehf framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð á svæðinu og einnig hefur húsagerð fyrirhugaðra orlofshúsa verið samþykkt af skipulagsyfirvöldum og því er ekkert í veginum fyrir því að framkvæmdir við byggingu fyrstu orlofshúsanna fari á fulla ferð á haustmánuðum. Það var Baldur Halldórsson á Hlíðarenda sem átti hugmyndina af nafni svæðisins, Hálönd en það var einmitt Baldur sem tók fyrstu skóflustunguna að viðstöddum starfsmönnum SS Byggir og gestum. Að lokinni skóflustungunni var boðið upp á pylsur og gos í blíðunni eins og meðfylgjandi myndir sína.
Lesa alla fréttina

Heimasíða Hálanda tekin í notkun

4.4.2012
Í dag var heimasíða Hálanda tekin í notkun en vinna við hana hefur staðið yfir um þó nokkurt skeið. Heimasíðan verður vettvangur frétta og upplýsinga um framgang verkefnisins á meðan á uppbyggingu þess stendur en í framtíðinni verða þar síðan upplýsingar fyrir gesti svæðisins.  
Lesa alla fréttina

Samningar um 3 hús

30.3.2012
Gerðir hafa verið samningar um byggingu þriggja orlofshúsa í Hálöndum. Talsverður áhugi er á verkefninu og húsunum. Spennandi staðsetning og vel útfærð hönnun gera það að verkum að markhópur húsanna er stór. Það eru því skemmtilegir tímar framundan í Hálöndum!
Lesa alla fréttina

Framkvæmdir á svæðinu munu hefjast í maí nk

29.2.2012
Framkvæmdir á svæðinu munu hefjast í maí nk. og er fyrirhugað hefja byggingu 10 orlofshúsa á þessu ári. Stefnt er að því að fyrstu húsin verði fullbúin í febrúar 2013. Hægt verður að fylgjast með gangi mála hér á heimasíðu Hálanda sem og á www.ssbyggir.is
Lesa alla fréttina

SS Byggir ehf. kynnir hugmyndir að frístundabyggð

28.2.2012
SS Byggir ehf. kynnir hugmyndir að frístundabyggð við rætur Hlíðarfjalls! Um er að ræða glæsileg orlofshús staðsett á draumastað útilífsfólks með útsýni til allra átta. Hægt er að renna sér heim að húsunum frá skíðasvæði Hlíðarfjalls flesta daga vetrarins en einnig er örstutt í aðra afþreyingu allt árið um kring. Húsin eru aðeins í um 5 km. fjarlægð frá miðbæ Akureyrar. Hálönd kemur til með að bjóða upp á endalausa möguleika fyrir unnendur útivistar og náttúru.
Lesa alla fréttina

SS Byggir hefur fest kaup á um 28 hekt

28.2.2012
SS Byggir hefur fest kaup á um 28 hekt. af landi Hlíðarenda ofan Akureyrar. Umrætt land liggur ofan bæjarhúsa Hlíðarenda og er því á hægri hönd ef ekið er upp Hlíðarfjallsveg. Er hugmyndin að þarna rísi orlofshús og síðar jafnvel frekari ferðaþjónusta. Hugmynda- og hönnunarvinna varðandi svæðið er komin vel í gang og á fundi skipulagsnefndar Akureyrar þann 7. júlí sl. var eftirfarnadi bókað: 1. Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018. Hlíðarendi - breyting á nýtingu lands SN100068 Erindi dags. 22.06.2010 frá Halldóri Jóhannssyni f.h. landeigenda, SS Byggis ehf og Akureyrarkaupstaðar, þar sem óskað er eftir að gildandi Aðalskipulagi Akureyrar 2005- 2018 verði breytt þannig að svæði í landi Hlíðarenda sem nú er skilgreint sem "óbyggt svæði" fái skilgreininguna "verslunar - og þjónustusvæði". Svæðið er um 28 ha, sjá afmörkun nánar á meðfylgjandi loftmynd. Halldór Jóhannsson mætti á fundinn og kynnti tillöguna. Meirihluti skipulagsnefndar felur skipulagsstjóra að leita umsagna hagsmunaaðila á svæðinu og að láta vinna tillögu að aðalskipulagsbreytingu í landi Hlíðarenda sem síðar verði lögð fyrir nefndina. Auður Jónasdóttir óskar bókað: Ég hvet til að horft verði til heildarskipulags Hlíðarfjalls og Glerárdals, en að breytingar verði ekki gerðar á smápörtum eftir séróskum hagsmunaaðila. Meðfylgjandi er kynningartexti um svæðið: SS Byggir ehf kynnir hugmyndir að frístundabyggð við rætur Hlíðarfjalls! Um er að ræða glæsileg orlofshús staðsett á draumastað útilífsfólks með útsýni til allra átta Hægt er að renna sér heim að húsunum frá skíðasvæði Hlíðarfjalls flesta daga vetrarins en einnig er örstutt í aðra afþreyingu allt árið um kring. Húsin eru aðeins í um 5 km fjarlægð frá miðbæ Akureyrar. Meðal afþreyingar á svæðinu má nefna: · Skíðasvæðið Hlíðarfjall, paradís skíða- og brettafólks á Íslandi · Akstursvæði KKA, félags torfæruhjóla- og vélsleðamanna á Akureyri · Fyrirhugað akstursíþróttasvæði og ökugerði Bílaklúbbs Akureyrar · Reiðhöll og keppnissvæði Hestamannafélagsins Léttis · Æfingar- og keppnisaðstaða Skotfélags Akureyrar · Glerárdalur og Súlur bjóða upp á endalausa möguleika fyrir göngugarpa, vélsleðafólk og aðra unnendur útivistar og náttúru Lifðu lífinu lifandi og tryggðu þér frábæra dvöl fyrir alla fjölskylduna að Hlíðarenda!
Lesa alla fréttina