Um skipulag svæðisins

Akureyri hefur verið markaðssett sem útivistar- og afþreyingarparadís ferðamannsins enda státar bærinn af fjölbreyttum útivistarsvæðum fyrir alla aldurshópa auk lifandi og virks menningarlífs. Sannast hefur að eftirspurn eftir gistingu bæði að sumar- og vetrarlagi hefur aukist til muna sl. ár og því er talin þörf á auknu framboði gistimöguleika.

Skipulagssvæðið er 1. áfangi í heildstæðu skipulagi eignarlands úr landi Hlíðarenda ofan Akureyrar. Heildarsvæðið, sem er 27,8 ha að stærð, liggur frá bænum Hlíðarenda í um 175 m.y.s. og upp í 290 m.y.s. í hlíð Hlíðarfjalls, norðan Hlíðarfjallsvegar. Deiliskipulagið nær til um 3,86 ha hluta af eignarlandinu.

Úr upprunalandinu (landnr. 2197369) eru skipulagðar 16 lóðir (þar af 14 lóðir undir orlofshús) og er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu í síðari áföngum. Þar er m.a. gert ráð fyrir byggingu hótels með þjónustu á borð við veitingarekstur og afþreyingu og stökum frístundahúsahúsum til sölu og leigu. Gert er ráð fyrir skíðatengingu ofan úr skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og mögulega skíðalyftu í framtíðinni.

Við uppbyggingu seinni áfanga skipulagsins er gert ráð fyrir almennu miðsvæði, norðan skipulagssvæðisins með tjörn og alhliða leik- og útivistarsvæði opnu fyrir allar lóðir á svæðinu.

Á svæðinu sem deiliskipulagið tekur til er ráð fyrir ferðaþjónustu í mótelbyggingum og frístundahúsum. Skipulagðir eru vegir, leiksvæði og byggingarreitir innan skipulagssvæðisins. Fjórar mótelbyggingar og ein vélageymsla verða saman á lóð nr. 15, eitt þjónustuhús verður á lóð nr. 13 og fjórtán frístundahús verða á lóðum nr. 1 til 16. Frístundahúsin verða ýmist til útleigu eða sölu. Ekki er heimil föst búseta á svæðinu.
 
Fjarlægðir (PDF Teikning)