Skilmálar

Skilmálar

Bókanir

Leigutaka er skylt að kynna sér leiguskilmála þessa áður en gengið er frá bókun. Þegar búið er að ganga frá bókun og greiðslu hefur leigutaki samþykkt að fara eftir þessum leiguskilmálum og þeim reglum sem settar eru á hverjum tíma.

Leigutaki þarf að vera orðinn 25 ára og þarf sjálfur að vera gestur í húsinu meðan á leigu stendur. Undantekningar frá aldurstakmarkinu geta verið gerðar þegar fjölskyldur með börn eiga í hlut. Í því tilfelli hafið samband við info@halond.is.

Leigutaki gætir verið krafinn um gilt kreditkort og persónuskilríki við komu. Ef það reynist ekki fullnægjandi áskilur Hálönd sér rétt til að rifta samkomulaginu án endurgreiðslu.

Öll gisting er greidd fyrirfram og fara greiðslur í gegnum örugga greiðslugátt hjá greiðslukortafyrirtæki.

Upplýsingar

Upplýsingar um afhendingu lykla o.þ.h. verða sendar í tölvupósti til þín. Ef einhverjar fyrirspurnir eru,   vinsamlega hafið samband við okkur á netfanginu info@halond.is 

Sími: 460 6100

Koma og brottför

Húsin eru laus fyrir gesti frá kl. 17:00.

Rýma skal húsin eigi síðar en kl. 14 á brottfarardegi.

Lyklar eru afhentir hjá Securitas, Tryggvabraut 10, Akureyri og er opið allan sólahringinn.  Ef einhverjar fyrirspurnir eru vinsamlega hafið samband við okkur á netfangið info@halond.is eða í síma 460-6100 (SS Byggir).

Þrif og skil

Gestum ber að ganga vel um húsin og við brottför ber að skilja við húsin í snyrtilegu ásigkomulagi.

Gestir eru beðnir um að tæma ísskáp, þvo leirtau og þrífa grill, þó greitt hafi verið fyrir þrif.

Verði húsi skilað í óviðunandi ástandi áskilur Hálönd sér rétt til að krefja leigutaka um greiðslu.

      Athugið:

  • Reykingar eru bannaðar.
    Gæludýr eru ekki leyfð. 

Skuldbindingar


Gestum ber skylda til að sýna nágrönnunum tillitsemi. Svefnró skal  vera í húsinu 00:00 – 08:00.  

Verði ekki staðið við þennan þátt áskiljum við okkur rétt til að víkja  dvalargestum tafarlaust úr húsinu. Ekki verður um endurgreiðslu að ræða í  slíku tilviki.Ábyrgð

Leigutaki ber fulla ábyrgð á umgengni og öllu innbúi meðan á dvöl stendur og er skuldbundinn til að bæta tjón sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dvelja á hans vegum. Gerist leigutaki brotlegur á ofantöldum atriðum verður leigutaki krafinn um greiðslu..

Leigutaki skal láta vita ef eitthvað bilar eða brotnar í síma 460 6100 eða með tölvupósti á netfangið: info@halond.is

Breytingar og afpantanir

Óski leigutaki eftir að breyta pöntun, vinsamlegast hafðu samband við Hálönd og við munum gera okkar besta til að koma til móts við óskir þínar.

Komi til afpantana sendið tölvupóst á info@halond.is. Endurgreiðsla er samkvæmt eftirfarandi:

Fjöldi daga frá afpöntun til bókunardags:
30+
15-29
8-14
3-7
0-2
Hlutfall endurgreiðslu:
95%
70%
50%
20%
0%

Hafa samband við Hálönd      Sími: 460 6100     Netfang: infohalond.is