Gistiaðstaða

Upplýsingar  

Orlofshúsin í Hálöndum eru á einni hæð, 106 m²að stærð.

Í húsunum eru þrjú svefnherbergi með gistiaðstöðu fyrir 8 manns. Eitt herbergi með 2 rúmum 90x200 annað herbergi með 2 rúmum 90x200 og 2 rúmum á vegg 80x190, í þriðja herberginu er eitt rúm 160x200.

Í alrými húsanna er góður eldhúskrókur, borð-og setustofa.

Tvær snyrtingar eru í hverju húsi og heitur pottur.

Stór geymsla með sérinngangi er í húsunum.

Í húsunum er uppþvottavél, þvottavél og þurrkari.

Gæludýr eru ekki leyfð.

Húsin eru afhent klukkan 17:00

Húsunum skal skila  fyrir klukkan 12:00

Lyklar eru afhentir hjá Securitas, Tryggvabraut 10, Akureyri.

Opið allan sólahringinnStaðsetning Hálanda og Securitas